Skólareglur

Skólinn

Skólareglur

Mikilvægt er að nemendur hafi ekki einungis skyldur gagnvart náminu sínu heldur líka framkomu sinni og hegðun í skóla.Nemendur bera ábyrgð á framkomu sinni og samskiptum með hliðsjón af aldri og þroska. Nemendum ber að hlíta fyrirmælum kennara og starfsfólks grunnskóla í öllu því sem skólann varðar, fara eftir skólareglum og fylgja almennum umgengnireglum í samskiptum við starfsfólk og skólasystkin.

Skólareglur

 • Fara vel með eigur okkar og annarra.
 • Fylgja athyglismerki.
 • Leiða hjá sér óæskilega hegðun.
 • Nota innirödd.
 • Hjálpa öðrum
 • Tilbúin að vera við hliðina á hverjum sem er.
 • Vera vinaleg.
 • Fara eftir fyrirmælum.
 • Hafa hendur og fætur hjá sér.
 • Hafa síma og snjalltæki í tösku eða heima.
 • Mæta á réttum tíma.
 • Við skiljum gos, orkudrykki, sælgæti og vopn eftir heima.
 • Við skiljum hjóla- og línuskauta og leikföng eftir heima.
 • Notkun vopna, tóbaks, áfengis, og vímuefna, rafrettna, þjófnaður, skemmdarverk, ofbeldi og svindl er þriðja stigs brot.

Símar og snjalltæki

 • Slökkt á að vera á síma eða á hljóðlausri stillingu á skólatíma og þeir geymdir í skólatösku.
 • Það má nota snjalltæki í verkefnavinnu ef kennari gefur leyfi. Þá er mikilvægt að slökkt sé á tilkynningum frá samfélagsmiðla-öppum.
 • Upptökur í kennslustundum eru með öllu óheimilar á einkasíma eða snjalltæki nemenda.
 • Foreldrar eru beðnir um að hringja á skrifstofu skólans ef þeir þurfa að ná í barn sitt á skólatíma.

Spjaldtölvur

 • Kennarinn stýrir kennslustund og ákveður hvenær spjaldtölvan er notuð.
 • Spjaldið er námstæki.
 • Nemendur eiga að mæta með spjaldið fullhlaðið á hverjum morgni.
 • Það á að ganga vel um spjaldið og hafa það í hulstrinu.
 • Það má ekki taka myndir eða myndbönd nema með leyfi.
 • Nemandi mætir í tíma með spjaldið lokað.
 • Þegar spjaldið er ekki í notkun er það geymt lokað í horni borðsins eða ofan í tösku.
 • Spjaldið á að vera á hljóðlausri stillingu í kennslustundum og nota skal heyrnartól við hlustun.
 • Tilkynningar eiga að vera á hljóðlausri stillingu.

Farartæki

Hjól og línuskautar

 • Foreldrar geta leyft börnum sínum að koma á þessum fararskjótum í skólann meti þeir aðstæður öruggar hverju sinni. Nemendur í 1. bekk þurfa þó að vera í fylgd fullorðins.
 • Notkun hjóla, hlaupahjóla, hjólabretta, línu- og hjólaskauta er ekki leyfð á skólalóðinni á skólatíma.
 • Það er ekki er aðstaða til að geyma hlaupahjól og hjólabretti inni.
 • Það má ekki fara á þeim í íþrótta- og sundtíma. Til þess er skólabíllinn.
 • Það er nauðsynlegt að vera með hjálm.

Vespur

 • Nemendur mega koma á vespum í skólann en ekki vera á þeim á skólatíma.
 • Fylgja þarf lögum og reglum og gæta varúðar.
 • Það má ekki fara á þeim í íþrótta- og sundtíma. Til þess er skólabíllinn.
 • Það er nauðsynlegt að vera með hjálm.