Nám og kennsla

Félagsmiðstöðin Skarðið

Skarðið er félagsmiðstöð fyrir börn og unglinga í 5.–10. bekk í Skarðshlíðarskóla og er staðsett á annarri hæð skólans. Markhópur Skarðsins eru börn og unglingar í Skarðshlíðarskóla en þó eru allir unglingar velkomnir á opnunartíma félagsmiðstöðva.

Félagsmiðstöðin Skarðið vinnur samkvæmt barna- og unglingalýðræði. Það er gert með því að virkja börn og unglinga til sjálfstæðrar, gagnrýnnar og skapandi hugsunar og virkni þannig að raddir þeirra heyrist. 

Skarðið gefur börnum og ungmennum tækifæri og vettvang til að framkvæma hugmyndir sínar og tryggja þannig að styrkleikar og hæfileikar hvers og eins fái að njóta sín. Starfsfólk Skarðsins mætir ungu fólki á þeirra forsendum og sýnir þeim

virðingu og trúnað í samskiptum. Það stendur fyrir fjölbreyttu hópastarfi sem tekur mið af áhuga og þörfum hvers og eins, ásamt markvissri fræðslu og forvörnum.

Opnunartímar

Bekkur Opnun
5. bekkur Mánudaga 17:00–18:30
6. bekkur Föstudagar 17:00–18:30
7. bekkur Miðvikudaga 17:00–18:30
8.–10. bekkur Mán/mið/fös 19:30–22:00

Félagsmiðstöðin Skarðið á samfélagsmiðlum