Samstarf við aðra skóla

Nám og kennsla

Framhaldsskóli

Nemendur í 10. bekk geta valið stærðfræði 103 sem er kennd í Flensborgarskóla. Áfanginn er 3 kennslustundir og er heilsárskúrs.

Frá nóvember til febrúar eru námsbrautir framhaldsskólanna, inntökuskilyrði og innritunarferli kynnt fyrir nemendum 10. bekkjar.

Janúar

Framhaldsskólakynning í Hafnarfirði þar sem allir framhaldsskólar á höfuðborgarsvæðinu kynna sína skóla. Kynningin er í sal Flensborgarskóla og sjá námsráðgjafar grunnskólanna og Flensborgarskóla um skipulag.

Febrúar

Fulltrúar frá Flensborgarskóla og Iðnskólanum koma með ítarlegar kynningar á námsbrautum og námsfyrirkomulagi inn í 10. bekkina.

Fundað með foreldrum nemenda sem sækja um á starfsbrautum og farið með viðkomandi nemendur í heimsóknir í skólana sem þeir sækja um í. Gengið er frá þessum umsóknum.

Febrúar – apríl

Opin hús hjá framhaldsskólunum sem eru vel kynnt fyrir nemendum og foreldrum. Nemendur eru hvattir til að fara á opnu húsin.

Mars

Kynningafundur fyrir foreldra þar sem námsráðgjafi kynnir námsbrautir, inntökuskilyrði og innritunarferli.

Mars – apríl

Forinnritun í framhaldsskóla sem er kynnt fyrir nemendum. Námsráðgjafi fylgist með því að nemendur sæki um skóla og aðstoðar eftir þörfum.

Maí – júní

Lokainnritun og fylgir námsráðgjafi því eftir með nemendum og aðstoðar nemendur og foreldra eftir þörfum. Námsráðgjafi er oft í sambandi við námsráðgjafa framhaldsskólanna, fundar með foreldrum og nemendum og skrifar bréf með einstökum nemendum.

Námsráðgjafi fundar með rektorum og námsráðgjöfum Flensborgarskóla og Iðnskólans og fylgir eftir nemendum sem þess þurfa.

Leikskóli

Í október fara nemendur í 1. bekk í heimsókn í Skarðshlíðarleikskóla og á Hamravelli. Í heimsókninni fá nemendur að hitta vini sína og taka þátt í starfinu sem fer fram á leikskólunum.

Á haustönn árið áður en börnin byrja í skóla er þeim boðið að koma í skólaheimsókn með leikskólanum sínum þar sem þau fá að skoða húsnæðið og kynnast starfseminni. Börnunum er aftur boðið í heimsókn í mars eða apríl þar sem þau fá að taka þátt í skólastarfinu. Þá hitta þau kennara 1. bekkjar og vinna verkefni með nemendum, borða nesti með þeim og fara í frímínútur.

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar

Tónlistarskóli Hafnarfjarðar er með aðstöðu í Skarðshlíðarskóla. Nemendur sem skráðir eru í tónlistarnám fara þá úr kennslustundum, jafnvel vikulega til að stunda sitt tónlistarnám.