Bekkjarfulltrúar

Foreldrar

Hlutverk bekkjarfulltrúa er að stuðla að auknu samstarfi foreldra, kennara og nemenda innan hvers bekkjar, meðal annars með því að halda viðburði fyrir bekkinn eða árganginn utan skólatíma.

Bekkjarfulltrúar

Á vorin eru 2 bekkjarfulltrúar í hverjum bekk skipaðir fyrir komandi skólaár og geta því byrjað næsta skólaár á kynningu til foreldra og fá hugmyndir af viðburðum. Foreldrafélagið er með kynningarfund á haustin um bekkjafulltrúastarfið og boðar alla bekkjarfulltrúa til sameiginlegs fundar, minnst einu sinni á vetri.

Lykla af skólanum vegna bekkjarviðburða er hægt að nálgast skrifstofu skólans.