Mat á skólastarfi

Skólinn

Innra mat

Í Skarðshlíðarskóla er unnið að margvíslegu innra mati í tengslum við daglegt skólastarf.

Skólapúlsinn

Stærsta formlega könnunin sem unnin er í innra mati er Skólapúlsinn, sem er kerfi sem allir grunnskólar í Hafnarfirði styðjast við. Á hverju ári eru rafrænar kannanir lagðar fyrir úrtak nemenda, foreldra og starfsfólks. Niðurstöður eru kynntar í lok hvers skólaárs og skólinn vinnur í kjölfarið að umbótaverkefnum.

Umbótateymi

Við Skarðshlíðarskóla er starfandi sérstakt umbótateymi sem leiðir innra mat skólans. Í umbótateyminu sitja:

  • Ingibjörg Magnúsdóttir, skólastjóri.
  • Rannveig Hafberg, aðstoðarskólastjóri.
  • Helga Huld Sigtryggsdóttir, deildarstjóri yngstu deildar.
  • Theódóra Friðbjörnsdóttir, deildarskóli mið- og unglingadeildar.
  • Helga Helgadóttir, deildarstjóri stoðþjónustu.

Skólastjóri er formlegur ábyrgðaraðili teymisins og tengiliður við skólaráð. Deildarstjórar fylgja eftir umbótavinnu innan sinnar deildar. Skólastjóri heldur utan um starf teymisins (ritar fundargerðir, boðar til fundar og gerir dagskrá). Teymið gerir starfsáætlun fyrir skólaárið og skiptir með sér verkum.

Hlutverk umbótateymis er að:

  • Vinna starfsáætlun skólans.
  • Vinna umbótaáætlun (sem birtist í starfsáætlun Skarðshlíðarskóla).
  • Fylgja eftir umbótaáætlun og umbótastarfi innan skólans.
  • Greina niðurstöður kannanna (Skólapúls, vinnustaðagreining, samræmd próf og fleira) og kynna fyrir hagsmunaaðilum.

Ytra mat

Í Hafnarfirði sinnir sveitarfélagið sínum þætti í ytra mati með því að fylgja eftir að grunnskólar sinni sínum þætti í innra mati, leggur til matstækið Skólapúlsinn og vinnur sérstaklega úr þeim upplýsingum með skýrslugjöf eins og við á á hverjum tíma (Skólavogin). Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðar fylgir eftir að skólarnir sinni áætlanagerð og umbótaverkefnum.

Menntamálastofnun hefur umsjón með ytra mati á grunnskólum fyrir hönd mennta- og barnarmálaráðuneytis. Á hverju ári fara 10 grunnskólar á landinu í ytra mat. Þá er starfsemi skólanna metin með hliðsjón af gildandi viðmiðum samkvæmt lögum, reglugerðum og aðalnámskrá. Matið byggir á fyrirliggjandi gögnum um starfsemi skólans, vettvangsheimsóknum matsaðila og viðtölum við nemendur, starfsfólk skóla og foreldra.

Haustið 2021 fór fram ytra mat á Skarðshlíðarskóla. Metnir voru 4 þættir: Stjórnun og fagleg forysta, nám og kennsla og innra mat.