Í vikunni nýttum við góða veðrið og fórum í skemmtigöngu um Ástjörn. Við skoðuðum m.a. snigla og fuglalíf, ásamt því að eiga góða samveru hvort með öðru. Við kláruðum einnig nokkurra vikna PALS tímabil í vikunni og í síðasta tímanum fögnuðum við vel unnum störfum með smá uppskeruveislu. Markmið PALS (pör að læra saman) er að efla hljóðkerfisvitund barna og er ætluð sem viðbót við lestrarnám. Nemendur í 3. bekk tóku einnig þátt í krakkakostningum, sem er samstarfsverkefni umboðsmanns barna og KrakkaRúv. Við kynntum okkur forseta frambjóðendur, ræddum málin og fórum svo á kjörstað (unglingaganginn) þar sem nemendur kusu. Það verður spennandi að heyra hvaða frambjóðanda nemendur Skarðshlíðarskóla eru hrifnust af.