Nú er frábærri vinaviku lokið og tókst hún mjög vel.  Vinabekkir hittust og unnu saman að mismunandi verkefnum og enduðu vikuna á söngstund þar sem vinabekkir sátu saman og sungu. Í  vikunni var unnið með gildi skólans því þau eru leiðarljósin sem við viljum sjá endurspeglast í öllu okkar starfi.

Skarðshlíðarleikarnir voru hluti af vinavikunni en þar tóku nemendur á ólíkum aldri þátt í fjölbreyttum verkefnum sem öll miðuð að því að efla samvinnu, vináttu og þrautseigju. Það er gaman að fylgast með hópstjórum á unglingastigi sýna ábyrgð og halda utan um hópinn sinn, þau stóðu sig mjög vel og eiga hrós skilið.