Þessa daga taka allir grunnskólar í Hafnarfirði saman höndum til þess að sporna við einelti. Vinavikan er tilkomin vegna dags eineltis sem fyrst var haldinn 2011 og hefur verið við líði 8. nóvember ár hvert. Á þessum dögum er lögð áhersla á jákvæð samskipti og skólastarfið allt sniðið að verkefnum sem þau leysa saman sem hafa það sammerkt að auka samkennd og vináttu.

.