Upplestur rithöfunda

Upplestur rithöfunda

Skarðshlíðarskóli fékk ánægjulegar heimsóknir frá rithöfundum seinni partinn í nóvember. Bjarni Fritzson kom og las upp úr nýútkominni bók sinni og átti skemmtilegt spjall við nemendur í 2.-7. bekk.

Yrsa Þöll Gylfadóttir hitti 2. og 3. bekk og sagði frá bókunum sínum Bekkurinn minn. Hún fór yfir sögupersónur sínar og hvernig hún fær hugmyndir að bókaskrifum sínum. Hún gaf þeim góð ráð varðandi ritsmíðar.

Elísabet Thoroddsen kom svo og las upp úr bók sinni Undir sjöunda þili fyrir unglingastigið.

Það var frábært að sjá hversu áhugasamir nemendur voru yfir lestrinum og tóku virkan þátt í samræðum. Það er alltaf svo gaman að fá heimsókn í skólann frá skemmtilegu fólki. Við þökkum rithöfundunum kærlega fyrir komuna og góðan upplestur.