Skarðshlíðarskóli var einn af þremur skólum sem dreginn var út í tengslum við þátttöku í Ólympíuhlaupi ÍSÍ 2025. Skólinn hlaut 150.000 kr gjafabréf frá Altis sem verður nýtt til að kaupa bolta fyrir alla árganga skólans. Hlaupið var í kringum Ástjörn en hver hringur þar er 2,5 km og hlupu nemendur skólans samtals 1272 km í hlaupinu.

Sjá nánar á heimasíðu ÍSÍ

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, takk kærlega fyrir okkur!