Skarðshlíðarskóli hlaut á dögunum styrk úr sjóðnum Forritarar Framtíðar að upphæð 300.000 kr. Forritarar Framtíðar er samfélagsverkefni sem hefur það hlutverk að efla og auka áhuga á forritunarmenntun og hagnýtingu á tækni í skólum landsins. Framtíðarsýn sjóðsins er aukin fræðsla og áhugi á meðal barna og unglinga á forritun og tækni. Styrkurinn sem Skarðshlíðarskóla fékk var nýttur í kaup á forritunartækjum fyrir yngstu nemendur skólans. Tækin kallast Blue-bot og eru litil vélmenni sem nemendur forrita með því að gefa þeim skipanir. Hægt er að forrita Blue-bot bæði með því að smella á takka á baki þeirra og með því að nota sérstakt borð þar sem skipunum er raðað í rétta röð. Blue-bot er afar vinsælt tæki hér í skólanum og finnst nemendum hann mjög skemmtilegur. Á myndunum má sjá nemendur í 3.bekk nota Blue-bot sem spilakalla í slönguspili. Skarðshlíðarskóli þakkar Forriturum Framtíðar kærlega fyrir styrkinn. Deila Tísta