Í stærðfræði hjá 2.bekk var frábæra haustveðrið nýtt til fulls og farið út í steinabingó.
Nemendum var skipt upp í þriggja manna lið, fengu bingóspjald, skiptust á að hlaupa og leggja saman númerin á steinunum til  þess að fá bingó.
 
Þetta var ekki bara góð æfing í samlagningu heldur líka frábær hreyfing, skemmtileg útikennsla og æfing í félagsfærni.
 
Stemningin var í hæstu hæðum og allir skemmtu sér mjög vel.