Nemendafélag

Skólinn

Hlutverk nemendafélags er að efla félagslíf skólans, skipuleggja viðburði og félagsstarf, í samvinnu við starfsfólk skólans og Skarðsins.

Nemendafélagið

Nemendafélagið kemur að flestöllu félagslífi skólans í samvinnu við starfsfólk skólans og Skarðsins. Ný stjórn er kosin í upphafi hvers árs með lýðræðislegum kosningum. Nemendur úr 10. bekk eru kosnir í embætti formanns og varaformanns.

Helstu hlutverk félagsins

  • Taka þátt í að móta dagskrá Skarðsins og einstaka viðburði.
  • Taka þátt í að aðstoða við undirbúning, uppsetningu og frágang á böllum, árshátíð og stórum viðburðum.
  • Gæta hagsmuna nemenda í skólanum og virkja sem flesta til starfa og þátttöku í félagslífi.

Bekkjarfulltrúi sem er í nemendafélaginu á að upplýsa sinn bekk um mikilvæga hluti og hvað er að gerast fram undan. Nemendafélagið getur komið tillögum eða ábendingum frá nemendum til skila á fundum félagsins eða til stjórnenda skólans og Skarðsins.

Nafn Bekkur
Aníta Guðrún Andradóttir 10. bekkur
Aron Vattnes Einarsson, formaður 10. bekkur
Dagbjört Nanna Björnsdóttir 10. bekkur
Eiríkur Þróttur Helgason 10.bekkur
Anna Lára Magnadóttir Owen 9. bekkur
Einar Aron Rosenkjær 9. bekkur
Þuríður Brynja Halldórsdóttir 9. bekkur
Aron Elí Arnarsson 8. bekkur
Hildur Emelía Kristinsdóttir 8. bekkur
Theodóra Líf Aradóttir 8. bekkur

Lög nemendafélags

Ný stjórn er kosin í upphafi hvers árs með lýðræðislegum kosningum.

  • Nemendur úr 10. bekk eru kosnir í embætti formanns og varaformanns. Aðrir nemendur skipta með sér öðrum embættum nemendafélagsins.
  • Nemendafélagið fundar einu sinni í viku og ber að tilkynna forföll til starfsmanns félagsmiðstöðvar eða ritara skólans.
  • Ef kosið er um mál innan félagsins gildir einfaldur meirihluti til að ná fram niðurstöðu.
  • Nemendur sem sitja í stjórn nemendafélagsins skulu leitast eftir því að vera til fyrirmyndar. Þeir nemendur sem neyta áfengis, vímuefna og tóbaks geta ekki verið í stjórn nemendafélagsins.
  • Brjóti kjörinn fulltrúi af sér hvað varðar reglur nemendafélagsins, eða alvarlegt brot hvað varðar skólareglur, skal honum umsvifalaust vikið úr stjórn nemendafélagsins. Brottrekstur getur verið tímabundinn ef brotið er þess eðlis.
  • Lög þessi eru endurskoðuð í byrjun hvers skólaárs á aðalfundi Nemendafélagsins af starfsmönnum félagsmiðstöðvar og stjórn Nemendafélags Skarðshlíðarskóla.