Skólahús og skólalóð

Í haust verður tekið í notkun skólahús með fjórum lausum kennslustofum og rými fyrir kennara og starfsfólk. Húsið verður í útjaðri skólalóðarinnar og skerðir því óverulega leiksvæði sem frá upphafi byggingu Skarðshlíðarskóla var gert ráð fyrir að um 500 börn geti nýtt á hverjum tíma. Jafnframt verður hóll á lóð skólans fjarlægður.

Húsið mun nýtast skólanum til að taka á móti tímabundnum auknum fjölda nemenda. Frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir að úr fullbyggðu Skarðshlíðarskólahverfi sæki 150 nemendur skólann og aðrir nemendur komi úr öðrum hverfum, þar er Hamraneshverfi næst ásamt hluta af Vallarhverfi. Skólinn ræður kennara og starfsfólk miðað við þann fjölda nemenda sem gert er ráð fyrir að flytji í hverfið á skólaárinu strax í ágúst þótt möguleg fjölgun verði ekki orðin að veruleika þá.

Áfram verður vel tekið á móti nýjum nemendum af samstilltum hópi kennara og starfsfólks.

Starfsfólk mennta- og lýðheilsusviðs

Í haust verður tekið í notkun skólahús með fjórum lausum kennslustofum og rými fyrir kennara og starfsfólk. Húsið verður í útjaðri skólalóðarinnar og skerðir því óverulega leiksvæði sem frá upphafi byggingu Skarðshlíðarskóla var gert ráð fyrir að um 500 börn geti nýtt á hverjum tíma. Jafnframt verður hóll á lóð skólans fjarlægður.

Húsið mun nýtast skólanum til að taka á móti tímabundnum auknum fjölda nemenda. Frá upphafi hefur verið gert ráð fyrir að úr fullbyggðu Skarðshlíðarskólahverfi sæki 150 nemendur skólann og aðrir nemendur komi úr öðrum hverfum, þar er Hamraneshverfi næst ásamt hluta af Vallarhverfi. Skólinn ræður kennara og starfsfólk miðað við þann fjölda nemenda sem gert er ráð fyrir að flytji í hverfið á skólaárinu strax í ágúst þótt möguleg fjölgun verði ekki orðin að veruleika þá.

Áfram verður vel tekið á móti nýjum nemendum af samstilltum hópi kennara og starfsfólks.

Starfsfólk mennta- og lýðheilsusviðs