Skólaárið fer vel af stað á bókasafninu í Skarðshlíðarskóla og það er virkilega gaman að taka á móti skemmtilegum, áhugasömum og kurteisum krökkum. Nýr safnstjóri, Sigurlaug Stefánsdóttir, hóf störf í vor og býður hún öll börn í skólanum velkomin á safnið. Það tekur tíma að byggja upp nýtt skólasafn en safnkosturinn stækkar með hverju ári og við leggjum áherslu á að aðstoða börnin að finna bækur sem þau hafa áhuga á. Við bendum á að hægt er að skoða hvaða bækur eru til á skólasafni Skarðshlíðarskóla hér https://skardshlidarskoli.leitir.is/ Deila Tísta