Nú standa yfir þemadagar í Skarðshlíðarskóla. Þemað sem varð fyrir valinu í ár er Harry Potter. Nemendum á hverju stigi fyrir sig er skipt í hópa og fara á milli stöðva sem allar hafa verkefni tengd Harry Potter. Nokkrir nemendur á unglingastigi halda úti fréttasíðu á meðan þemadögunum stendur. Þau taka viðtöl við nemendur og starfsfólk, taka myndir af verkefnum og setja á heimasíðu fréttastofunnar. Endilega kíkið á afrakstur fréttahópsins með því að smella á hlekkinn Skarðsfréttir 2025 Deila Tísta