Frá skólabyrjun höfum við framkvæmt sérkennslu þannig að við erum með íslensku og stærðfræði hringekjur. Þegar hringekjuvinna er í gangi þá er umsjónarkennari á einni stöð og sérkennari á einni, tvær stöðvar eru svo nokkurn veginn sjálfsstýrandi, þ.e. nemendur geta unnið sjálfir en kalla eftir aðstoð sé hennar þörf.

Í hringekjum er unnið á margvíslegan hátt. Í íslensku er lestrarstöð þar sem er kennari að hlusta á lestur, það er spjaldastöð þar sem við erum í stafavinnu, lestri, rími eða lesskilningi þar sem við lærum í gegnum leik – ýmist að spila eða flokka eða eitthvað annað skemmtilegt. Krökkunum finnst þetta vera leikir en fram fer hellings nám. Á spjaldastöð er alltaf kennari sem velur rétta þyngd verkefna út frá getu hvers og eins nemanda. Þannig fá allir nemendur aðstoð eftir þörfum og verkefni eftir getu. Það má því segja að sérkennslan sé að mestu leyti felld inn í almenna kennslustund í stað þess að vera að taka nemendur út úr bekk og í sérkennslustofu. Það er þó líka gert. Það eru einhverjir nemendur sem fara öðru hverju til sérkennara þar sem þeir þurfa þá á aukinni aðstoð að halda við námið. Stundum fær hópur nemenda að fara með í sérkennslustofuna og fá þá að vinna í minni hóp í meira næði. Þegar þannig er unnið þá eru um leið færri inni í heimastofunni og því minna álag á öllum.

Þetta er að koma vel út að okkar mati og allir eru glaðir!

Guðrún Elva Sverrisdóttir sérkennari í 2. bekk