3.bekkur fékk heimsókn frá Samfélagslögreglunni í dag. Nemendur fengu fróðlega kynningu á starfi lögreglunnar. Lögreglan sýndu þeim ýmsan búnað sem þau nota í starfi sínu og fóru sérstaklega yfir lögregluvestið sitt. Á vestinu var margt forvitnilegt að sjá, meðal annars vasaljós og myndavélabúnaður. Krakkarnir voru afar áhugasöm og spurðu mikið út í vestið og búnaðinn, til dæmis hvort vestið væri þungt, sem það er. Þau fengu einnig tækifæri til að halda á handjárnum, sem vakti mikla lukku. Löggan ræddi við nemendur um hvað lögreglan gerir, mismunandi störf hennar og mikilvægi reglna í samfélaginu. Sérstök áhersla var lögð á öryggi á netinu. Nemendur voru meðal annars spurðir út í hvaða efni þau væru að skoða á netinu, hvaða öpp þau þekktu og hvort þau væru að nota þau. Einnig var rætt um hvort þau ættu síma og þá hvort um væri að ræða snjallsíma (skjásíma) eða takkasíma. Þá var þau spurð út í samskipti á netinu, til dæmis hvort þau væru að ræða við ókunnuga í gegnum leiki eða aðeins við vini. Lögð var áhersla á mikilvægi þess að fara varlega, passa vel hverja þau tala við á netinu og að segja alltaf fullorðnum frá því ef eitthvað óþægilegt, skrítið eða óviðeigandi kemur upp. Krakkarnir stóðu sig ótrúlega vel. Þau voru með áhugaverða spurningar, hlustuð vel og sýndu þeim og hvort öðrum virðingu. Heimsókninn lauk með því að nemendur fengu gefins endurskinsmerki til að sjást vel í myrkrinu sem er þessa dagana Við þökkum Samfélagslöggunni kærlega fyrir heimsóknina Deila Tísta