Samfélagslöggan í heimsókn

Samfélagslöggan kom í heimsókn  í Skarðshlíðarskóla í gær og hitti nemendur  4.- 9. bekkjar.

Nemendur mættu í hátíðarsal skólans þar sem hver og einn árgangur fékk fræðslu við sitt hæfi. Sérstök áhersla var lögð á að kynna hlutverk og starfsemi Samfélagslöggunnuar. Auk þess var fróðlegt að heyra af fjölbreyttum störfum lögreglunnar. Nemendur fengu síðan að skoða vinnufatnað og búnað sem lögreglan notar við dagleg störf. Að lokum fengu nemendur að leggja fram spurningar og var þeim svarað eftir bestu getu.