Í vetur hefur unglingadeild Skarðshlíðarskóla gert pasta og focaccia brauð í heimilisfræði. Þau hafa gert deigið frá grunni, notað pastavélar til að fá rétta þykkt á pastað og síðast skorið í tagliatelle. Oftast hefur rjómalöguð parmesansósa orðið fyrir valinu á pastað og svo setjast þau niður í lok tímans og njóta þess að borða. Nemendur hafa verið virkilega áhugasöm og þótt gaman að gera þetta skemmtilega verkefni.