Í þessari viku hafa nemendur í 2. bekk verið að læra um páskasöguna. Hvers vegna við höldum páska, hvað páskadagarnir heita og hvað gerðist þá daga. Sagan var sögð í myndum og stuttu máli en miklar og góðar umræður fóru fram. Við fórum yfir hvern dag fyrir sig og hvað gerðist á þessum tiltekna degi. Nemendur unnu verkefni upp úr þessari sögu. Við bjuggum til páskaegg með fimm hliðum. Á hverri hlið er saga hvers páskadags í myndum. Dagarnir eru: pálmasunnudagur, skírdagur, föstudagurinn langi og svo tvær myndir af páskadegi. Nemendur voru mjög hrifnir, bæði af verkefninu en ekki síður sögunni sjálfri. Hér fyrir neðan má sjá mynd af einu eggi sem nemandi í 2. bekk vann. Eggin verða sett upp í skólanum í næstu viku og fara svo heim með nemendum síðasta dag fyrir páskafrí. 2. bekkur óskar öllum gleðilegra páska. Deila Tísta