Nú er vorið komið og styttist í sumarið. Orðaveggirnir okkar endurspegla það. Orðaveggirnir eru á tveimur stöðum í skólanum og skipt er um orð og myndir á þeim hálfsmánaðarlega. Við rifjum upp heiti á plöntum og þjóðarblóm Íslands er holtasóley. Svo verða eflaust margir á faraldsfæti í sumar og þá höfum við sett myndir á orðavegginn sem tengjast sumrinu og ferðalögum. Deila Tísta