Hið árlega Ólympíuhlaup var haldið í fínasta veðri föstudaginn 5. september. Ólympíuhlaup ÍSÍ, áður Norræna skólahlaupið, hefur verið fastur liður í skólastarfi margra grunnskóla allt frá 1984 þegar það fór fyrst fram. Í ár voru 438 nemendur frá Skarðshlíðarskóla sem tóku þátt og hlaupið var í kringum Ástjörn þar sem hver hringur er 2,5 km. Gengið var frá skólanum að brúnni við Ástjörn þar sem nemendur voru flautaðir af stað. Á yngsta stigi, 1. – 4. bekk, tóku 222 nemendur þátt og hlupu þau samtals 580 km, sumir nemendur fóru 2 hringi en á meðan nýttu aðrir tímann í að týna ber í hlíðinni fyrir ofan Ástjörn. Á miðstigi, 5. – 7. bekk, tóku 118 nemendur þátt og hlupu samtal 430 km. Gaman var að sjá að þó nokkrir nemendur af miðstigi hlupu 3 hringi sem eru 7.5 km. Á unglingastigi, 8. – 10. bekk, tóku 98 nemendur þátt í hlaupinu í ár, þau náðu samtals 352,5 km, 2 nemendur stóðu sig afar vel og kláruðu 10.km. Samtals hlupu nemendur Skarðshlíðarskóla 1.272 km sem verður að teljast ansi góður árangur ! Mbk. Íþróttateymi Deila Tísta