Menntamálastofnun hefur gefið út nýtt námsefni fyrir kennslu íslensku sem annað tungumáls. Námsefnið er vefur sem ber nafnið Orðatorg og er byggt á myndaorðabókinni Orð eru ævintýri. Námsefnið er á átta tungumálum auk íslensku. Á vefnum má meðal annars finna: Rafbókarútgáfu Orð eru ævintýri sem er myndabók sem hægt er nota til að efla orðaforða. Hugmyndabanka fyrir bæði leik og grunnskóla með leiðum til að vinna með bókina Orð eru ævintýri. Tungumálavef þar sem orðin úr bókinni Orð eru ævintýri eru þýdd á átta tungumál og lesin upp á íslensku. Gagnvirka orðaleiki til að æfa notkun tungumálsins. Væntanlegt er vandað spil sem inniheldur mynda- og orðaspjöld með efni bókarinnar. Hér er vefslóðin: https://vefir.mms/ordatorg/