Nemendaráðgjöf

Nám og kennsla
Nemendaráðgjafar skólans eru Aðalheiður Þórarinsdóttir og Hörn Ragnarsdóttir.
Þær hafa aðstöðu á 2. hæð, í herbergjum E2.03 og E2.04.
Hlutverk nemendaráðgjafa er að standa vörð um velferð nemenda, styðja þá og veita ráðgjöf í málum sem tengjast skólagöngu þeirra. Nemendaráðgjafi er bæði málsvari og trúnaðarmaður nemenda og leitast við að aðstoða við úrlausn félagslegra, námslegra og persónulegra mála.
Dæmi um það sem þú getur leitað með til nemendaráðgjafa:
  • Tilfinningalega vanlíðan heima eða í skólanum
  • Félagslegir erfiðleikar, samskiptavandi eða einelti
  • Ofbeldi – andlegt, líkamlegt eða kynferðislegt
  • Kvíði
  • Þunglyndi
  • Einmanaleiki
  • Námserfiðleikar
  • Áhugaleysi eða námsleiði
Þessi dæmi sýna aðeins hluta af því þjónustuhlutverki sem nemendaráðgjafar sinna. Þú getur alltaf leitað til þeirra með hvaða mál sem er sem liggur þér á hjarta.
Hægt er að bóka viðtal hjá nemendaráðgjafa hér: Bóka viðtal í nemendaráðgjöf