Frístundaheimilið Skarðssel Frístundaheimilið Skarðssel er fyrir börn í 1. til 4. bekk. Þar er boðið upp á fjölbreytt og þroskandi tómstundastarf eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur fyrir nemendur. Boðið er upp á síðdegishressingu á miðjum degi. Í Skarðsseli fær leikgleðin að njóta sín og hugað er að fræðslumiðuðum leik við uppsetningu á starfi í rými þannig að börnin upplifa sig örugg og hamingjusöm. Leitast er við að raða starfinu upp þannig að öll börn geti tekið þátt og að það byggi upp samheldni meðal barna og styrkingu hvers og eins félagslega. Áhersla er lögð á samskipti við foreldra, skýr skilaboð og samvinnu við kennara og annað starfsfólks innan skólans, auk þess að halda uppi lýðræðislegu andrúmslofti til að hvetja börnin til að taka þátt í ákvörðunum sem að snúa að þeim sjálfum. Skráning í frístund Foreldrar skrá barnið í frístund á frístundavefnum Völu. Best er að senda inn skráninguna fyrir 15. júní fyrir næsta skólaár, eftir það fara umsóknir á biðlista og eru ekki afgreiddar fyrr en í ágúst. Skráning gildir í eitt skólaár í senn (ágúst–júní). Sjá nánar um frístund á vef Hafnarfjarðar. Dagatal Opnunartími Skarðssel opnar eftir að hefðbundnum skóladegi lýkur og er opið til 16:30. Skarðssel er lokað í vetrarfríi, á rauðum dögum og er með 1 skipulagsdag á önn þar sem er lokað. Skarðssel er opið á skipulagsdögum skólans, samtalsdögum, skertum dögum og í jóla- og páskafrí. Þessir dagar eru kallaðir lengd viðvera. Á lengdri viðveru opnar Skarðssel kl. 8 og lokar kl. 16:30. Það þarf að skrá barn sérstaklega á frístundavefnum Völu og er það auglýst þegar að því kemur. Frístundaakstur Börn í 1.–4. bekk fá fylgd í frístundaakstur sem keyrir þau á æfingar hjá íþróttafélögum bæjarins. Skrá þarf barn sérstaklega í frístundaaksturinn í Völu. Aksturinn er ókeypis og komast öll skráð börn að, líka börn sem eru ekki skráð í frístundaheimili. Sjá nánar um frístundaakstur á vef Hafnarfjarðar.