Skólabókasafnið er lifandi fræðslu- og menningarmiðstöð skólans. Þar er fjölbreytt úrval af fræðibókum, skáldsögum og myndabókum. Útlán á bókum Allir nemendur og starfsfólk geta fengið lánaðar bækur á bókasafni skólans. Útlánstími er 30 dagar og hægt að endurnýja útlán ef þörf er á. Opið er á bókasafninu fyrir útlán frá kl. 8:10–9:30. Fjölbreyttir safnkostir Bókakosturinn á skólabókasafninu fer sífellt stækkandi og leggjum við okkur fram við að kaupa nýjustu bækur við útgáfu, ásamt því að gera úrvalið fjölbreytt með eldri bókum sem hafa verið gefnar safninu eða eru keyptar. Auk þess geymir bókasafnið talsvert magn af spilum sem koma víða við í leik og starfi nemenda Skarðshlíðarskóla. Nemendur í 1. og 2. bekk koma reglulega í heimsókn á bókasafnið í lestrastund og vinna að smáum verkefnum. Bókasafnsfræðingur er kennurum innan handar við gagnaöflun fyrir heimildaverkefni auk þess sem hægt er að vinna almenna verkefnavinnu á safninu.