Kvikmyndasýning fyrir miðstig á bókasafni Skarðshlíðarskóla

Mánudaginn 16. desember fengum við góðan gest í heimsókn á bókasafnið en Þórir Snær kom og heimsótti okkur. Hann sýndi nemendum á miðstigi gamlar teiknimyndir sem sýndar voru á 8 millimetra filmu við góðar undirtektir nemenda og starfsfólks. Við þökkum Þóri kærlega fyrir komuna og leyfum myndunum að tala sínu máli.