Alþjóðlega Hour of Code (Klukkustund kóðunar) forritunarvikan var haldin dagana 9. – 13. desember um heim allan. Markmiðið með átakinu er að hver og einn nemandi fái að kynnast forritun. Lesa má um átakið hér. https://hourofcode.com/ar/is Skarðshlíðarskóli tekur þátt á hverju ári og nota nemendur ýmis forrit og tæki til að forrita. Hér má sjá nemendur í fyrsta bekk forrita bíla með litamottum, 5.bekk æfa sig í að nota lykkjur í smáforritinu Lightbot og 9.bekk forrita litlar Microbit tölvur í smiðjum. Deila Tísta