Keppni í að skila bókum á skólabókasafnið

Jæja. Nú er vorið komið og það þýðir að skila öllum bókum á skólabókasafnið. Nú eru allir kennarar og nemendur komnir með lista yfir hvaða bækur þau eru enn með í útláni og hefur Sandra á skólabókasafninu efnt til keppni milli árganga.

Jæja. Nú er vorið komið og það þýðir að skila öllum bókum á skólabókasafnið. Nú eru allir kennarar og nemendur komnir með lista yfir hvaða bækur þau eru enn með í útláni og hefur Sandra á skólabókasafninu efnt til keppni milli árganga. Sá árgangur sem er fyrstur til að skila öllum bókunum & öðrum gögnum á bókasafnið vinnur útileikföng fyrir árganginn til að hafa í skólanum! Keppt er í tveim aldursflokkum, 2. – 4. bekk og 5. – 7. bekk. Eins og sakir standa þegar þetta er ritað þá er 5. bekkur að sigra keppnina á miðstigi og 2. bekkur á yngsta stigi. Keppnin er þó jöfn og spennandi og því hafa öll góða vinningsmöguleika. Við hvetjum því fullorðna fólkið heima til að horfa eftir bókasafnsbókum heima og senda þær í skólann.