Innritun fyrir skólaárið 2025-2026 (English below)

Breytingar á innritun, og skólatilfærslur, fyrir skólaárið 2025-2026 sem nýlega voru kynntar eru komnar á bið. Frigg, nauðsynlegt nýtt innritunarkerfi í grunnskóla á landsvísu, þarfnast frekari undirbúnings og þess vegna mun Hafnarfjarðarbær opna á ný sitt eigið kerfi til innritunar, sem eru á Mínum síðum á vef Hafnarfjarðar (www.hafnarfjordur.is), fyrir skólaárið 2025-2026.

Miðað hefur verið við að innritun barna í 1. bekk sé lokið fyrir 1. febrúar fyrir komandi skólaár. Vegna þeirra aðstæðna sem nú eru seinkar þeim tímamörkum til 1. mars 2025. Óskað er eftir að foreldrar barna sem fædd eru árið 2019 (1. bekkur haustið 2025) sendi inn beiðnir um grunnskóla fyrir barnið sitt fyrir þann tíma. Þó skal taka það fram að umsóknir um grunnskóla í Hafnarfirði eru teknar allt árið um kring en mikilvægt er að fá sem fyrst stöðuna á því hvar komandi 1. bekkingar munu sækja skóla upp á undirbúning og skipulag skólaársins 2025-2026.

Sömuleiðis, ef nemendur sem þegar eru í grunnskóla (1.- 9. bekk) stefna á að fara í aðra grunnskóla er æskilegt að slíkar umsóknir berist sem fyrst fyrir skólaárið 2025-2026, þó að þær geti sömuleiðis gerst allt árið um kring. Það fer einnig fram á Mínum síðum sem hefðbundin skólaumsókn.

Þá skal á það bent að hafnfirsk börn á grunnskólaaldri sem sækja grunnskóla utan Hafnarfjarðar, hvort heldur í sérskóla, sjálfstætt starfandi skóla eða grunnskóla í öðrum sveitarfélögum, þurfa árlega að fá staðfestingu á greiðsluþátttöku bæjarins á þeirri skólavist. Búið er að opna fyrir þær beiðnir á Mínum síðum líka fyrir skólaárið 2025-2026. Slíkar umsóknir eiga að berast ÁÐUR en börn hefja skólagöngu þar á komandi skólaári.

Um grunnskóla Hafnarfjarðar er hægt að fá nánari upplýsingar á þessari slóð:  https://hafnarfjordur.is/thjonusta/skolar-og-born/grunnskolar/

Nánari upplýsingar um þær reglur sem gilda um skólavist í grunnskólum Hafnarfjarðar er að finna hér (á íslensku): https://hafnarfjordur.is/wp-content/uploads/2024/08/Verklagsreglur_skolavist-i-grunnsklum-Hafnarfjardar-2024_STADFESTARv2.pdf

 

Þetta tilkynnist hér með.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar

English version

 

To parents of Hafnarfjörður elementary school children (age 6-16)

The previously announced changes to enrolment and school transfers for the 2025-2026 school year have been put on hold. Frigg, a necessary new national elementary school enrolment system, requires further preparation and therefore the municipality of Hafnarfjörður will reopen its own enrolment system, which is on My Pages (Mínar síður) on the website (www.hafnarfjordur.is), for the 2025-2026 school year.

The aim has been for the enrolment of children in 1st grade to be completed by February 1st for the upcoming school year. Due to the current circumstances, that deadline has been delayed to March 1st 2025. Parents of children born in 2019 (1st grade in autumn 2025) are requested to submit requests for elementary school for their child by that time. It should be noted that applications for elementary schools in Hafnarfjordur are accepted all year round, but it is important to get the status of where the incoming 1st graders will attend school as soon as possible in order to prepare and organize the 2025-2026 school year.

Likewise, if students who are already in primary school (1st-9th grade) plan to go to another elementary school, it is desirable that such applications are received as soon as possible before the 2025-2026 school year, although they can also happen all year round. This is also done on My Pages (Mínar síður) as a traditional school application.

It should also be noted that Hafnarfjörður children of elementary school age who attend elementary school outside Hafnarfjörður, whether in a special school, an independent school or a elementary school in other municipalities, must receive annual confirmation of the Hafnarfjordur municipality participation in the payment of that school hosting. Those requests have also been opened on My Pages (Mínar síður) for the 2025-2026 school year. Such applications should be received BEFORE children start school there in the upcoming school year.

Elementary schools in Hafnarfjörður can be viewed here: https://hafnarfjordur.is/thjonusta/skolar-og-born/grunnskolar/

Further information about the rules that apply to school attendance in Hafnarfjörður elementary schools can be found here (in Icelandic): https://hafnarfjordur.is/wp-content/uploads/2024/08/Verklagsreglur_skolavist-i-grunnsklum-Hafnarfjardar-2024_STADFESTARv2.pdf

This is hereby announced.

Skrifstofa mennta- og lýðheilsusviðs Hafnarfjarðarbæjar

(Hafnarfjörður Education and Public Health Office)