Á þriðjudaginn var hausthátíð foreldrafélagsins haldin í góðu veðri á skólalóðinni. Margt var í boði, margir komu og áttu góðar stundir saman. Væb strákarnir vöktu mikla lukku hjá krökkunum, ásamt veltibíl, búbbluboltum og hoppukastala.  Það er mikilvægt fyrir okkur að það sé öflugt foreldrafélag við skólann sem sér um að halda utan um starf foreldra og hvetja bekkjartengla til að skipuleggja viðburði fyrir nemendur. Takk fyrir frábæra skemmtun!