Fréttir úr textílmennt

Það er alltaf mikið að gerast í textílstofunni. Nemendur læra að prjóna, hekla, sauma út, handsauma og sauma í saumavél. Það er frábært að sjá hvaða mögnuðu hugmyndir nemendur búa til með eigin höndum.
Þau þæfa, macrame, sauma föt, sauma leikföng og bangsa, búa til ullarskraut. Við útfærum allar hugmyndir nemenda.