Í síðustu viku unnu nemendur í 2.bekk með samsett orð, lærðu að bera kennsl á þau og gerðu sín eigin dæmi.
Þau föndruðu skemmtilega og skapandi glugga til þess að sýna dæmi um samsett orð sem við hengdum upp á vegg fyrir utan stofurnar okkar. Hvetjum áhugasama til þess að kíkja við og skoða afrakstur nemenda.