Fréttir úr 1. bekk

Í haust fór árgangurinn í skemmtilega haustferð að Ástjörn. Við tíndum lauf skoðuðum litina í náttúrunni, borðuðum nesti og skemmtum okkur vel.

Í skólanum pressuðum við laufin til að nota í haustföndur. Nemendur klipptu út fallega krukku þar sem þau límdu svo laufin sín í og merktu með nafninu sínu.