Skarðshlíðarskóli

Þann 19. janúar kl. 20:00, verður haldin foreldrafræðsla um netöryggi barna í hátíðarsal Skarðshlíðarskóla.

Netið og samfélagsmiðlar eru orðin stór hluti af uppeldi barna og ungmenna. Forrit og öpp eru hönnuð til að grípa athygli, halda henni og móta hegðun.

Á foreldrafræðslunni verður farið  yfir:

  • hvernig tæki, öpp og samfélagsmiðlar eru hönnuð til að „stela“ athygli barna
  • áhrif skjátíma á líðan, svefn og samskipti
  • aldurstakmörk og ábyrgð foreldra
  • áreitni á netinu og deilingu mynda
  • hagnýt verkfæri fyrir foreldra

Foreldrar fá hagnýt verkfæri, skýrar leiðbeiningar og verkfærakistu með stuðningsefni sem hægt er að nýta strax heima. Einnig verður unnið með fjölskyldusáttmála, sem getur hjálpað til við að skapa sameiginlegar reglur, draga úr togstreitu og bæta samtal á heimilinu.

Nánari upplýsingar má finna hér:  Netvís – Fræðsla

📍 Hátíðarsalur Skarðshlíðarskóla
🕗 19. janúar kl. 20:00

Við hvetjum foreldra eindregið til að mæta. Samspil heimilis og skóla skiptir sköpum þegar kemur að netöryggi og líðan barna og ungmenna.