Fingrasetning í tæknismiðjum

Nemendur í tæknismiðjum í 9.bekk æfðu sig í fingrasetningu í morgun. Við byrjum alla smiðjutíma á að æfa fingrasetninguna og innsláttarhraðann í 20-30 mínútur.

En í Skarðshlíðarskóla byrja nemendur að æfa fingrasetningu í 3.bekk.

Nemendur byrja á því að læra heimalyklana, brodd- og hástafi í forritum svo sem fingrafimi 1 og 2.  Síðar meir læra þeir aðra takka sem og flýtihnappa.  Nemendur eru minntir á rétta líkamsstöðu, hvattir til að bæta innsláttarhraðann sinn og að horfa ekki á lyklaborðið. Nemendur nota ýmist fartölvur til að æfa sig eða lyklaborð sem tengja má við spjaldtölvur.

Fingrasetning er mikilvæg hæfni inn í framhaldsskólana þar sem tölvuvinna eykst til muna. En einnig er góð kunnátta á lyklaborð undirstaða margra starfa.