Ýmsar upplýsingar er tengjast skólastarfinu.
Powered by Google Translate
Automatic translation by Google Translate. We cannot guarantee that it is accurate.
Nemendur í tæknismiðjum í 9.bekk æfðu sig í fingrasetningu í morgun. Við byrjum alla smiðjutíma á að æfa fingrasetninguna og innsláttarhraðann í 20-30 mínútur.
En í Skarðshlíðarskóla byrja nemendur að æfa fingrasetningu í 3.bekk.
Nemendur byrja á því að læra heimalyklana, brodd- og hástafi í forritum svo sem fingrafimi 1 og 2. Síðar meir læra þeir aðra takka sem og flýtihnappa. Nemendur eru minntir á rétta líkamsstöðu, hvattir til að bæta innsláttarhraðann sinn og að horfa ekki á lyklaborðið. Nemendur nota ýmist fartölvur til að æfa sig eða lyklaborð sem tengja má við spjaldtölvur.
Fingrasetning er mikilvæg hæfni inn í framhaldsskólana þar sem tölvuvinna eykst til muna. En einnig er góð kunnátta á lyklaborð undirstaða margra starfa.
Frístundabílinn er kominn í jólafrí.
Veröld er námsver fyrir nemendur sem eru nýkomnir til Íslands. Við höfum verið að vinna með orðaforða yfir veturinn. Nemendur teiknuðu snjókarla og þau skrifuðu orðin á sínu móðurmáli. Orðaveggir…
Upplestur rithöfunda Skarðshlíðarskóli fékk ánægjulegar heimsóknir frá rithöfundum seinni partinn í nóvember. Bjarni Fritzson kom og las upp úr nýútkominni bók sinni og átti skemmtilegt spjall við nemendur í 2.-7.…
Í haust fór árgangurinn í skemmtilega haustferð að Ástjörn. Við tíndum lauf skoðuðum litina í náttúrunni, borðuðum nesti og skemmtum okkur vel. Í skólanum pressuðum við laufin til að nota…
Í nóvember tekur skólinn okkar þátt í Syndum sundátaki, spennandi og hvetjandi viðburði sem hvetur fólk á öllum aldri og á öllum getustigum til að taka þátt í sundi fyrir…
Undanfarnar 4 vikur hefur 2. bekkur staðið í ströngu í þemaverkefni um Ísland. Hópurinn las bókin Komdu skoðaðu land og þjóð en bókin vakti mikillar vinsældar. Samhliða lestri á bókinni…
Nemendur í Tæknismiðjum eru á fullu að búa til jólaskraut. Þau hanna jólaskrautið í forritinu Tinkercad og prenta það út í 3D prentaranum okkar. Virkilega falleg útkoma hjá þeim.
Það er alltaf mikið að gerast í textílstofunni. Nemendur læra að prjóna, hekla, sauma út, handsauma og sauma í saumavél. Það er frábært að sjá hvaða mögnuðu hugmyndir nemendur búa…
Miðvikudaginn 23. október verður bleikur dagur í Skarðshlíðarskóla. Allir eru hvattir til að mæta í einhverju bleiku, bæði nemendur og starfsfólk. Þennan dag er einnig skertur dagur þar sem skóla…