Bleikur dagur 23. október

Miðvikudaginn 23. október verður bleikur dagur í Skarðshlíðarskóla. Allir eru hvattir til að mæta í einhverju bleiku, bæði nemendur og starfsfólk.

Þennan dag er einnig skertur dagur þar sem skóla lýkur kl. 11:30. Nemendur mega að sjálfsögðu fá sér hádegismat áður en haldið er í vetrarfrí.
Skarðssel er opið frá 11:30-16:30 en skrá þarf nemendur sérstaklega.

Vetrarfrí verður fimmtudaginn 24. október og föstudaginn 25. október. Þá eru bæði skólinn og Skarðssel lokað.