Alþjóðadagur læsis & bókasafnsdagurinn, 6. september

Föstudaginn 6. september var alþjóðadagur læsis. Í tilefni hans héldu bókasöfnin upp á hinn árlega bókasafnsdag og þemað í ár er glæpasögur. Af því tilefni gerði Sandra á skólasafni Skarðshlíðarskóla útstillingu með nokkrum vinsælum glæpasögum fyrir krakka. Auk þess voru gátur fyrir miðstig og 1. bekkur kom í sögustund þar sem við lásum saman Spakur Spennikló og slóttugi sámur.