Nemendur í Upplýsinga- og tæknismiðjum fengu að kynnast forritunarmálinu Python í dag. Þau kóðuðu lítið forrit sem þau hlóðu niður í microbit tölvur. Python er tilvalið sem fyrstu kynni af forritunarmálum vegna þess að það er einfalt og læsilegt. Python er eitt vinsælasta forritunarmálið í heiminum í dag og notað á mörgum sviðum atvinnulífsins. Deila Tísta