Nemendur í tæknismiðjum í 9.bekk eru þessa dagana að hanna og prenta páskaskraut. Páskaskrautið hanna þau í Tinkercad forritinu sem er frítt forrit. Þegar skrautið hefur verið prentað þarf að pússa það til og sumir bæta það með smá lit og nota þá sérstaka tússpenna sem haldast vel á plastinu.
