2. bekkur- Land og þjóð

Undanfarnar 4 vikur hefur 2. bekkur staðið í ströngu í þemaverkefni um Ísland. Hópurinn las bókin Komdu skoðaðu land og þjóð en bókin vakti mikillar vinsældar. Samhliða lestri á bókinni voru unnin 7 verkefni í verkefnabók sem nemendur bjuggu til sjálfir. Verkefnin sem um ræðir voru eftirfarandi: jörðin, vegabréf, Alþingishúsið, íslenski fáninn, þjóðbúningar, skjaldamerki Íslands og loks Ísland í heild sinni þar sem merkja átti inn áttirnar, og hálendi og láglendi. Í næstu viku verður loka vikan. Þá ætlar 2. bekkur að skella sér í bæjarferð á Byggðasafn Hafnarfjarðar og fá fræðslu frá þeim. Þar með verður þemavinnunni lokið og verkefnabækurnar sendar heim til foreldra. Frábærar þemavikur í Land og þjóð að baki.

 

Meðfylgjandi má sjá myndir af verkefnunum sem unnin voru af nemanda í 2. bekk, en þetta eru verkefnin sem nemendur gerðu síðustu vikur.